25. október – litafræðiverkefni 2IF

Góðan daginn Í dag eigum við að skila frá okkur verkefni 2IF  í litafræði hjá Ingibjörgu. Það er búið að vera skemmtilegt að fást við litina og formin og spreyta sig á að vinna verkefnið í Illustrator og í verklegu heima. Ég er alveg sannfærð um það að þeim mun oftar sem ég geri verkefnin þá verði ég betri og betri í Illustrator, en ef ég er ekki að æfa…

17. október – litafræði

Það var ótrúlega gaman í síðustu staðlotu. Við vorum í litafræði hjá Ingibjörgu og Kristveigu og við vorum að gera litahringinn. Síðan áttum við að gera myndir og finna heita og kalda liti, frávik og litaraðir og fl. mjög skemmtilegt Heimavinnu áttum við svo að gera nokkrar myndir og  nota til þess blöð sem við myndum lita eða klippa út úr blöðum.

02. október – illustrator verkefni

Ég var að prófa að búa til pattern í illustrator í dag. Eftir samræðurnar á fimmtudag og ábendingar frá Kristveigu kennaranum okkar horfði ég á myndbandið og gerði verkefni um leið. Setti það svo inn á síðuna mína.