27. apríl – síðasti dagur fyrir lokastaðlotu

Jæja, þá er komið að því, staðlota á morgun og lokafrágangur bókarinnar. Finnst enn eins og ég eigi margt eftir að gera. Finnst ég kunna lítið en stundum mikið. Hvað á ég að segja í lokaorðum á baksíðu eða er ég búin að segja allt sem ég þarf að segja. Er þetta nógu gott hjá mér. Ótrúleg vinna. Hugurinn við bókina 24/7 síðustu daga. Úff, hvað það verður gaman að…

17. apríl – lokaverkefni annarinnar

Hæ, ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa hérna inni, en ástæðan er sú að það fer ansi mikill tími í að vinna lokaverkefnið og lítill tími gefst í annað. En núna er ég að sjá fyrir endan á verkefninu og hlakka ekkert smá til að sýna afraksturinn. Bókin mín er um Bolvíska blótið. Það er heimildir um bolvíska blótið, hvaða nefndir eru á hverju ári, hvaða atriði…