Jæja, þá er komið að því, staðlota á morgun og lokafrágangur bókarinnar. Finnst enn eins og ég eigi margt eftir að gera. Finnst ég kunna lítið en stundum mikið. Hvað á ég að segja í lokaorðum á baksíðu eða er ég búin að segja allt sem ég þarf að segja. Er þetta nógu gott hjá mér. Ótrúleg vinna. Hugurinn við bókina 24/7 síðustu daga. Úff, hvað það verður gaman að hitta öll hin og kennarana líka. Það er samt frábært að vera í þessu námi og ég sé ekki eftir neinum tíma sem fer í þessa vinnu. Ótrúlega gefandi og skemmtilegt.
Jæja, halda áfram…