Jæja, þá er maður búin að vera að vinna við tvær stuttmyndir. Annarsvegar í skólanum og svo áttum við að endurgera þá mynd. Úff, þetta var erfitt, í skólanum hafði maður stuðning og tæki skólans en hérna heima er lítið um tækjakost og ekki margir tilbúnir í að leika fyrir mann. En ég bý nú svo vel að vera með “skemmtilegustu” kennurum skólans og fékk til liðs við mig nokkra nemendur í vali, tölvuvali sem ég kenni til að hjálpa mér. Þeir voru frábærir eins og þeim er einum lagið. Mikið tekið upp og allir skemmtu sér, en þegar ég skoðaði afraksturinn þá kom í ljós að það sáust að hurðar voru opnar o.s.frv. en þá var bara að minnka myndflötinn. Held að þetta hafi tekist hjá mér, spurning um hvort Toggi sé sammála mér eða ekki.
En þetta var skemmtilegt og ég lærði helling, sem er megintilgangurinn.