11. september – haustið að verða búið…

Himnafaðirinn minnir okkur óþyrmilega á að það er haust. Hressileg haustlægð með tilheyrandi rigningu lamdi hér allt að utan sl sólarhring en í nótt setti hann húfu á fjöllin okkar, hvíta húfu, sem minnir okkur á að vetur konungur sé í nánd.

Hann mildaði þetta aðeins með smá sólarglætu núna seinnipartinn.  Það vill til að góðu minningarnar standa ávallt uppúr.

En áfram með smjörið, næstu verkefni banka á dyrnar. Gunnar Theódór vill að við skrifum um klippingar í myndum og áhrif þeirra á okkur, hvað okkur finnst o.s.frv., best að hella sér í verkið.

Eigið góðan daga… þar til næst…