21. sept – haldið áfram…

Góðan daginn

Nú fer að líða að næstu lotu, bara hálfur mánuður, hver hefði trúað þessu. Tíminn flýgur áfram. EN verkefnin eru bráðskemmtileg og ótrúlega gefandi, kannski er það þess vegna sem tíminn flýgur svona áfram.

Í fræðilega hlutanum erum við með ótrúlega skemmtilegan kennara, ég held að ég hafi ekki minnst á það fyrr, en hann er með svo góðar verklýsingar og skemmtileg verkefni og áhugaverðan skriflegan  fyrirlestur fyrir hvern tíma. Halda þessum kennara, Borgarholtsskóli.

En það eru öll fögin áhugaverð og kennararnir skemmtilegir í þessu námi mínu. Mínútumyndirnar hans Hákons eru frábærar og ég held að Video Art hjá Hafdísi eigi eftir að verða mjög skemmtilegt, allavega finnst mér það miðað við það sem komið er.

Toggi er svo sér á parti, skemmtilegur karakter, með frábæran húmor. Hlakka til að takast á við næstu verkefni sem eru handan við hornið…