24, sept – VideoArt

Þá er komið að verkefninu VideoArt hjá Hafdísi. Þetta hefur verið smá hausverkur hvernig ég eigi að gera svona listaverk. Ég er búin að vera að mynda hafið og umhverfið hérna í Víkinni og langar til að koma því til skila í mínu verkefni. Margbreytileiki í veðurfari og sjólagi sem forfeðurnir þurftu að takast meira á en við. Ég fór í Ósvör og myndaði þar einn daginn og náði þá mynd af regnboganum og flottum öldum skella á fjöruna. Seinna fór ég líka og tók upp meiri öldugang en einnig nota ég mynd sem ég gerði í mínútuverkefninu hjá Hákoni. Þetta ætla ég svo að setja saman í listaverk. Búin að liggja yfir premier í gærkveldi í á fjórða klukkutíma til að gera kubb þar sem mynd er á öllum hliðum og hann snýst. Þetta er smá áskorun…