29. nóv – komið að síðustu lotunni í kvikmiðlun

Jæja, þá er að koma síðasta lotan. Flogið suður á leið á morgun og skóli á fimmtudag. Ég er búin að vera að gera heimildarmynd um þátttöku GB í erlendu samstarfi nemenda og kennara. Verkefnið er búið að taka marga klukkutíma í vinnslu og segja má að kvikmyndagerðarfólk hljóti að vera með þolinmóðasta fólki á jörðinni. Ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því hvað það liggja…