Jæja, þá er síðasta önnin byrjuð og ég búin að fara í fyrstu lotuna. Þetta lofar góðu, mjög áhugaverð verkefni framundan. Fræðilegi þátturinn lofar líka góðu. En fyrst þarf ég að klára þorrablót hjóna og sambúðarfólks í Bolungarvík, ég er nefnilega í nefndinni. Svo get ég tekið til við námið af fullum krafti. Elska þetta…