15. apríl 2017

Vá!

Það er farið að síga á seinni hlutann á náminu, það er alveg að verða búið.

Heimasíða Landsbjargar í Bolungarvík er að líta dagsins ljós og ég ætla einnig að útbúa mína eigin undir merkjum audurhannar.is svona í framtíðinni.

Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli, strembið en fljótt að líða. Í fræðilega hlutanum erum við að skoða McLuhan og hans skrif. En nú þarf maður að halda áfram við heimasíðugerðina og Stilku hjá Hákoni og Kristínu Maríu.

Ég á eftir að gera eitt verkefni í fræðilega hlutanum, klára heimasíðuna og stikluverkefnið þá er allt búið… GEGGJAÐ …