14. maí – 14 dagar í útskrift

Jæja, þá eru öll verkefni komin inn til kennara til námsmats og 14 dagar í útskrift. Hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera með húfu eða ekki, er svona beggja blands með það. Á ég að kaupa mér eða fá lánaða það er spurningin í dag. Það hefur ekki komið fram hvaða litur á húfunni er í dreifnámsdeildinni en það hlýtur að koma. Hlakka til…

03. maí – Síðustu verkefnaskilin

Jæja, þá eru það síðustu verkefnaskil í þessu námi mínu við Borgarholtsskóla. Við áttum að gera Stiklu/kitlu sem vísar í heimasíðuna okkar. Ég held að mér hafi tekist bærilega upp, ég lærði mikið í AE og PR bara gaman hjá mér. Takk fyrir mig Borgarholtsskóli og þið dásamlegu kennarar allir sem einn.