Það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Verkefnin sem við erum að vinna eru skemmtileg og er ég svolitið ofvirk í sambandi við það. Er búin að skila verkefnum sem á ekki að skila fyrr en 15. og 18. september en það er bara svo gaman að vinna þessi verkefni. En ég vil líka fá að vita verkefnalýsingar svona fyrirfram til að geta unnið jafnhliða í fleiri en einu verkefni.
Hitti fyrrum nemanda í dag og við tókum spjall saman, vorum báðar sammála um að þetta sé áhugavert nám. Hún spurði út í hvort við værum búin að fara í tölvuleikjagerð, en nei, ekkert svoleiðis komið …
Í fræðilega hlutanum erum við að skoða klippingar í kvikmyndum. Við eigum að finna stuttan bút og skoða klippinguna og greina hana. Svolítið “spúkí” en áhugavert…
kv. Auður