Hákon er með eitt verkefni sem skiptist í tvo hluta.
Í fyrrihlutanum eigum við að skoða:
1) Skoðið x30 stuttmyndir af “1 Minute: a Vimeo Project” og veljið x5 myndir sem ykkur lýst vel á og skrifið 2-4 setningar um hvað það er sem hrífur við hverja mínútumynd.
2) Skrifið í textaskjal um x5 mínútumyndir og skilið hér á Moodle. Raðið eftir hver er best að ykkar mati og svo koll af kolli. Setjið tengil á hverja mynd.
En í seinnihlutanum áttum við að:
Takið upp mínútumynd samkvæmt reglum “1 Minute: a Vimeo Project” og hlaðið upp á Vimeo. Fylgið eftirfarandi reglum:
- Búið til aðgang að Vimeo “vimeo.com”
- Takið upp mínútumynd samkvæmt reglum “1 Minute: a Vimeo Project” og hlaðið upp á Vimeo. Fylgið eftirfarandi reglum:
– Kvikmyndin verður að vera nákvæmlega ein mínúta
– Engin hreyfing á kvikmyndavél (ekki “pan” eða “tilt”, o.s. frv.)
– Engin klipping yfirhöfuð
– Nota eingöngu hljóð sem kemur í upptöku
– Merkja myndina (tag) á Vimeo ‘1 minute’
– Skemmtið ykkur - Setjið tengil á mínútumyndina ykkar á Moodle. Munið að tagga myndina á Vimeo ‘1 minute’ Setjið inn athugasemd við tvær myndir (Add one video, comment on two).
- Uppfærið bæði „lýsingu“ (textaskjal) og „mínútumynd“ (embedd af mynd eða tengil) á skilavefsíðu
Ótrúlega skemmtilegt verkefni á allan hátt…