Ég hef verið sl daga að vinna í fréttinni minni sem við eigum að skila af okkur á morgun. Fréttin er ekki löng en þeim mun meiri tími sem fer í að segja hana. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað það fer langur tími í að gera eina frétt, hvað þá að koma henni í myndform. Ég tek ofan hattin fyrir þeim sem vinna í myndveri og myndvinnslu og klippurum og pródúsentum…
EN VÁ hvað þetta er gaman.
OG hvað það er gott að lifa á tækniöld þar sem hægt er að læra um allt milli himins og jarðar…