24. október – Fréttaþátturinn og tegundamyndir

Jæja, það fer að líða að seinni helmingi á þessari önn. Fréttaþátturinn er kominn í loftið og ég ætla að leyfa mér að segja að hann sé bara flottur. Mér finnst ég hafa verið bara ótrúlega dugleg. Þetta ferli er búið að vera skemmtilegt og strembið á köflum, mikið um áhorf á youtube til að geta lært á premiere og after effect forritin. Í fræðunum erum við búin að vera að skoða tegundamyndir og er það mjög skemmtilegt. Verkefnið er núna hópvinna og erum við Díana að vinna saman og eins og okkar er von og vísa erum við búnar að skila verkefninu af okkur einum sólarhring fyrir sett skil. Við erum snillingar… Við notuðum okkur forritið facebook til að hringjast á og ræða saman um verkefnið. Það var tær snilld…