29. nóv – komið að síðustu lotunni í kvikmiðlun

Jæja, þá er að koma síðasta lotan. Flogið suður á leið á morgun og skóli á fimmtudag.

Ég er búin að vera að gera heimildarmynd um þátttöku GB í erlendu samstarfi nemenda og kennara. Verkefnið er búið að taka marga klukkutíma í vinnslu og segja má að kvikmyndagerðarfólk hljóti að vera með þolinmóðasta fólki á jörðinni. Ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því hvað það liggja margar mínútur að baki einni mínútu í mynd.

Annars hefur þessi lota verið fljót að líða og skemmtileg verkefni. Það er búið að vera mikil vinna hjá mér í haust bæði í námi og vinnu svo fjölskyldan hefur setið svolítið á hakanum. Það er óhætt að segja að ég eigi ótrúlega þolinmóðan eiginmann sem stendur með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Vá hvað ég er vel gift.