07.02 2017 – Þá er komin febrúar

Já, þá er komin febrúar. Hvern hefði grunað það að tíminn væri svona fljótur að líða. Við erum ný búin að vera í staðlotu og það fer að líða að næstu. Það er búið að vera skemmtilegt að vinna þessi verkefni sem lögð eru fyrir okkur á þessari önn. Að vísu var ég ekki alveg að “fatta” verkefnin í fræðilega hlutanum út frá gefinni innihaldslýsingu á áfanganum en ég held nú að ég hafi bara haft gott af því að fá að vita um Zotero heimildaskráningakerfið, þó að ég þurfi smá hjálp við það í næstu staðlotu, virðist ekki alveg virka hjá mér í word, eða ég kann ekki enn á þetta forrit, sem getur vel verið líklegt.

Dreamweaver verkefnið var samt ótrúlega skemmtilegt og kennararnir maður lifandi hvað þeir eru flottir. Fengum strax frá þeim leiðbeiningar þegar maður skrifaði inn á verkefnatímann, meira að segja um helgi. Þeir fá fullt hús stiga hjá mér. Framundan er vinna í After effect sem ég hlakka mikið til og svo næsta staðlota.

Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil…