Jæja, þá eru öll verkefni komin inn til kennara til námsmats og 14 dagar í útskrift. Hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera með húfu eða ekki, er svona beggja blands með það. Á ég að kaupa mér eða fá lánaða það er spurningin í dag. Það hefur ekki komið fram hvaða litur á húfunni er í dreifnámsdeildinni en það hlýtur að koma. Hlakka til að útskrifast.