Í dag er ég að gera verkefni í náminu sem byggir á því að velja orð og taka myndir sem tengjast orðinu. Þetta er nokkuð krefjandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Ég ákvað að nota orðið “vatn” þar sem mér fannst það hafa víðtæka sjónræna merkingu. Það er svo margt sem kom upp í hugann við myndleitina. Ég fór með manninum og barnabarni upp að vatnsveitu til að leita að myndefni. Ég fann líka myndefni þegar skólinn okkar var að hlaupa Norræna skólahlaupið en nóttina á undan hafði verið rigning og pollarnir og döggin á grasinu var flott myndefni. Ég leitaði líka að myndefni í sundlauginni þar sem ég hitti flotta nemendur sem tóku smá æfingu fyrir mig. Ég frysti líka vatn til að sjá hvaða myndform myndi birtast og fékk eina ömmustelpuna mína til að sitja fyrir á myndum.
Ég vann allar myndirnar í photoshop og fannst það mjög gaman. Ég sá nokkurn mun á myndunum, fannst ég ná meiri dýpt í myndirnar.
Svo núna er ég búin með verkefnið og ég held að það hafi bara tekist bærilega…