Í þessu verkefni eigum við að finna okkur orð til að vinna með. Ég ákvað að nota orðið VATN.
VATN er eitt af lífsnauðsynjum okkar til að geta lifað af. En það er líka hægt að gleðjast yfir því á margan hátt. Þegar ég fór að velta fyrir mér orðinu VATN sá ég fyrir mér margar myndir.
Við getum notað það innvortis og útvortis, það gleður augað og seður þorsta. Það er líka hægt að leika sér í VATNI og á VATNI.
VATN getur verið lítill dropi og rennandi á. Náttúran þarf á VATNI að halda til að geta lifað eins og við.
VATN getur verið fljótandi, í föstu formi og sem gufa. VATN hefur marga eiginleika.
VATN eru litlir dropar VATN er næring náttúrunnar
VATN eru miljón dropar VATN finnst allstaðar
VATN er hægt að drekka VATN er hægt að sulla í
VATN er hægt að synda í VATN gleður augað
VATN býr til spegilmyndir VATN í föstu formi
VATN er einn af drifkröftum í náttúrunni sbr málsháttinn “dropinn holar steininn”
VATN
Vatnið er dýrmætt, vatnið er gott
Í vatninu getum við dvalið
Blómin þau verða svo svaka flott
Og í kettinum heyrist malið
AHR 2015
Ég bloggaði líka um vinnuna við þetta verkefni…