25. október – litafræðiverkefni 2IF

Góðan daginn

Í dag eigum við að skila frá okkur verkefni 2IF  í litafræði hjá Ingibjörgu. Það er búið að vera skemmtilegt að fást við litina og formin og spreyta sig á að vinna verkefnið í Illustrator og í verklegu heima. Ég er alveg sannfærð um það að þeim mun oftar sem ég geri verkefnin þá verði ég betri og betri í Illustrator, en ef ég er ekki að æfa mig, ég allavega segi mínum nemendum það og ég held að ef maður fari eftir sinni sannfæringu og æfi sig, þá verði maður snillingur í því sem maður er að gera. En þetta er afskaplega skemmtilegt verkefni og dregur fram í manni listamanninn.