Í þessu verkefni eigum við að öðlast þekkingu og færni í að:
- taka rétt lýstar og vel teknar ljósmyndir
- vinna grafískar ljósmyndir í Photoshop
- vinna með litarásir(RGB) og framkalla fjölbreyttar litasamsetningar
- vinna ljósmyndir sem henta fyrir áframhaldandi vinnu i í Illustrator
Við eigum að velja okkur stað, stað sem er okkur kær, áhugaverður vegna fegurðar eða áhugaverður vegna þess að við teljum að hann myndist vel.
Ég er mikið búin að hugsa um hvaða stað ég geti valið. Ég ákvað að leita ekki langt yfir skammt og velja Ósvör. Ósvör er sjóminjasafn við aflagðan veg um Óshlíð. Þar var áður útróðrarstaður og hefur staðurinn verið endurbyggður sem safn. Ég held nefnilega að hann myndist vel…
Verkefnið skiptist í tvo hluta
1 hluti
takið myndir og veljið 10 bestu myndirnar og setjið á skilasíðuna. Hérna eru myndirnar mínar úr Ósvörinni.
- “Ósvör við Bolungarvík, fallegt útsýni yfir Ísafjarðardjúp og yfir á Grænuhlíð”
2. “Í húsinu fjær sjónum eru veiðarfæri og önnur tæki og tól sem notuð voru við fiskveiðar á öldum áður, en í húsinu nær sjónum er sýndur aðbúnaður sjómanna í veri. Fiskhjallur aðeins ofar nær veginum.”
3.”Sjóminjasafnið Ósvör, 19. aldar verbúð, í fjörunni glittir í lendingarstaðinn í gegnum stórgrýtið ”
4. “Í Ósvörinni er hægt að ímynda sér hvernig sjósókn á áraskipum og lífinu og starfinu kringum hana var háttað hérlendis um aldir.”
5. “Veiðarfæri og annað sem tilheyrir veiðum eru geymd í þessu húsi en yfir gnæfir Óshyrnan og glittir í Þuríðarsætið”
6. Horft yfir Bolungarvíkina yfir í bæinn, Traðarhyrnan gnæfir yfir byggðinni.
6. “Í fallegu veðri er gott að fara í útreiðartúr.”
8. “Stórgrýtt fjaran sýnir hversu erfitt það hefur verið að fara til veiða.”
9. “Ósvör var endurgerð 1990 fyrir heimildarmyndirnar, Verstöðin Ísland og Íslands þúsund ár.”
10. “Aftur til fortíðar, eina sem er í nútíð er skiltið”
11. “Friðsæll staður í góðu veðri”
2 hluti
grafísk vinnsla, veljið myndir til áframhaldandi úrvinnslu, skilið öllum myndum á skilasíðuna
hue/saturation – posterize – channel mixer
hue/saturation – posterize
hue/saturation
levels channels – posterize
levels – channel mixer – hue/saturation – posterize
hue/saturation
blandaði saman tveim myndum og sneri annarri, hue/saturation
Vá, hvað þetta er gaman