09. febrúar 2016

Vá, hvað tíminn er fljótur að líða. Ég er ekki dugleg að skrifa svona pósta, enda nóg að gera. Þessi önn sem við erum núna á er ótrúlega skemmtileg og áhugaverð. Núna var ég að skila af mér fjórða verkefninu í fræðilegahlutanum og einnig er ég búin að skila af  mér nokkrum verkefnum í verklega hlutanum. Við erum búin að gera portret myndir, logó og nafnspjöld og næsta verkefni er að taka myndir og skoða lýsingar og hraða og gera grafískar myndir. Bara skemmtilegt. Ég segi það ekki að stundum er mikið að gera, enda er maður í fullu starfi sem kennari í upplýsinga og tæknimennt. en ég held að ég vinni ágætlega undir pressu. Að vísu fær fjölskyldan lítin tíma með mér, en tímin sem við eigum saman er bara betur nýttur.

Ekki nóg með það að maður sé í fullu starfi og í skóla þá er ég líka svæðistengiliður í verkefni sem heitir Samspil2015 sem hefur verið frá því í ágúst 2015 alltaf tvisvar í viku, fengum að vísu smá sumarfrí. En hver er að kvarta…

Eigið góðan dag…