Bolvíska blótið
Bókin er um …
Þorrablót bolvískra eiginkvenna sem haldið hefur verið frá 21. janúar 1944 að undanskyldum tveim árum og er því rétt liðlega 70 ára. Talað hefur verið um það í nokkur ár að skrifa eigi sögu blótsins en með þessari bók er komið til móts við þær raddir. Bókin er skemmtileg heimild um þær konur sem verið hafa í nefndum á vegum blótsins og hvað þær höfðu til skemmtunar fyrir sína eiginmenn og aðra gesti blótsins. Bókin er prýdd myndum frá blótunum sem gaman er að skoða.