Mínútumynd

Já, sæll…
Í þessu verkefni eigum við að horfa á 30 mínútumyndir á Vimeo, velja svo fimm til að skrifa um. Það eru ekki nema rúmlega þrjúþúsund myndir að velja úr… eða á ég að segja tæplega fjögurþúsund…
En það vill til að þær eru STUTTAR…
Hérna er greiningin mín
EN svo eigum við að búa til okkar eigin mínútumynd og setja í grúbbuna á Vimeo. Það eru komnar nokkrar hugmyndir… Sjáum hvernig fer…

Ég skrapp út í kvöld (31.ág) til að taka nokkrar mínútumyndir…

Hérna er afraksturinn…
skilamyndin mín er um sólsetrið í Bolungarvík, myndin er tekin við Óshólavita og horft er í áttina að Bolungarvík, sólin er að hverfa á bak við Tungufjall og sjáum við síðustu mínútuna af því. Ég er ekki ein við Vitann en kannski takið þið ekki eftir manni með hund sem situr við hann.

Myndin er ekki klippt til heldur setti ég myndavélina á þennan stað og setti hana af stað og stoppaði eftir mínútu. Fattaði ekki fyrr en ég kom heim að ég hefði náð síðustu mínútunni þegar sólin fór á bak við fjallið. Svona eru tilviljanirnar. Ég tók líka fleiri myndir á þessum stað, en það kemur síðar.

 

sunset in Bolungarvik from audur ragnarsdottir on Vimeo.

og hérna kemur ein auka…

Evening in Bolungarvik from audur ragnarsdottir on Vimeo.