1. desember 2016 – lokalotan á þessari önn

Jæja, þá er maður komin suður í lokalotuna á þessari önn. Hlakka til að hitta alla. Var að leggja lokahönd á lokaverkefnið hjá Gunnari og setja hérna inn, það verður gaman að sjá hvað hinir koma með. Það hefur verið gaman að vinna verkefnin í lotunni.

29. nóv – komið að síðustu lotunni í kvikmiðlun

Jæja, þá er að koma síðasta lotan. Flogið suður á leið á morgun og skóli á fimmtudag. Ég er búin að vera að gera heimildarmynd um þátttöku GB í erlendu samstarfi nemenda og kennara. Verkefnið er búið að taka marga klukkutíma í vinnslu og segja má að kvikmyndagerðarfólk hljóti að vera með þolinmóðasta fólki á jörðinni. Ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir því hvað það liggja…

24. október – Fréttaþátturinn og tegundamyndir

Jæja, það fer að líða að seinni helmingi á þessari önn. Fréttaþátturinn er kominn í loftið og ég ætla að leyfa mér að segja að hann sé bara flottur. Mér finnst ég hafa verið bara ótrúlega dugleg. Þetta ferli er búið að vera skemmtilegt og strembið á köflum, mikið um áhorf á youtube til að geta lært á premiere og after effect forritin. Í fræðunum erum við búin að vera…

Fréttin – 15. okt

Ég hef verið sl daga að vinna í fréttinni minni sem við eigum að skila af okkur á morgun. Fréttin er ekki löng en þeim mun meiri tími sem fer í að segja hana. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað það fer langur tími í að gera eina frétt, hvað þá að koma henni í myndform. Ég tek ofan hattin fyrir þeim sem vinna í myndveri og…

24, sept – VideoArt

Þá er komið að verkefninu VideoArt hjá Hafdísi. Þetta hefur verið smá hausverkur hvernig ég eigi að gera svona listaverk. Ég er búin að vera að mynda hafið og umhverfið hérna í Víkinni og langar til að koma því til skila í mínu verkefni. Margbreytileiki í veðurfari og sjólagi sem forfeðurnir þurftu að takast meira á en við. Ég fór í Ósvör og myndaði þar einn daginn og náði þá…

21. sept – haldið áfram…

Góðan daginn Nú fer að líða að næstu lotu, bara hálfur mánuður, hver hefði trúað þessu. Tíminn flýgur áfram. EN verkefnin eru bráðskemmtileg og ótrúlega gefandi, kannski er það þess vegna sem tíminn flýgur svona áfram. Í fræðilega hlutanum erum við með ótrúlega skemmtilegan kennara, ég held að ég hafi ekki minnst á það fyrr, en hann er með svo góðar verklýsingar og skemmtileg verkefni og áhugaverðan skriflegan  fyrirlestur fyrir…

13. september – sól og blíða

Góðan daginn Nú er sól og blíða í dag en líka skiladagur í fræðilega hlutanum, svo maður verður að sitja inni eða þannig… nei, nei, auðvita situr maður ekki inni, er búin að skila verkefninu og líður vel með það. Er einnig búin með verkefni í verklega hlutanum í þessari viku svo ég hef meiri tíma til að vinna í verkefninu Videó – ART. Líst vel á það… Þarf hugmynd…

11. september – haustið að verða búið…

Himnafaðirinn minnir okkur óþyrmilega á að það er haust. Hressileg haustlægð með tilheyrandi rigningu lamdi hér allt að utan sl sólarhring en í nótt setti hann húfu á fjöllin okkar, hvíta húfu, sem minnir okkur á að vetur konungur sé í nánd. Hann mildaði þetta aðeins með smá sólarglætu núna seinnipartinn.  Það vill til að góðu minningarnar standa ávallt uppúr. En áfram með smjörið, næstu verkefni banka á dyrnar. Gunnar…

08. september – verkefnavinna…

Það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Verkefnin sem við erum að vinna eru skemmtileg og er ég svolitið ofvirk í sambandi við það. Er búin að skila verkefnum sem á ekki að skila fyrr en 15. og 18. september en það er bara svo gaman að vinna þessi verkefni. En ég vil líka fá að vita verkefnalýsingar svona fyrirfram til að geta unnið jafnhliða í fleiri en…

07. sept – kvikmyndun og vinna

Jæja, þá er maður búin að vera að vinna við tvær stuttmyndir. Annarsvegar í skólanum og svo áttum við að endurgera þá mynd. Úff, þetta var erfitt, í skólanum hafði maður stuðning og tæki skólans en hérna heima er lítið um tækjakost og ekki margir tilbúnir í að leika fyrir mann. En ég bý nú svo vel að vera með “skemmtilegustu” kennurum skólans og fékk til liðs við mig nokkra…