31.ágúst 2016 – fyrsta vikan á haustönn

já, þá er fyrsta vikan að renna sitt skeið. Ég hef verið dugleg í að vinna fram í tíman. Er búin að finna 30 mínútumyndbönd á vimeo og velja mér 5 til að skrifa um. Ég er einnig að taka upp mínútumyndbönd og ætla að hafa nokkur til að velja úr til að skila hjá Hákoni. Það er óhætt að segja að þetta er svakalega gaman. Skilaði inn fyrstu stuttmyndinni…

28. ágúst 2016 – fyrsta lotan búin

Góðan daginn Óhætt er að segja að fyrsta lotan lofi góðu fyrir þessa önn. Gaman að hitta alla og ótrúlegt hvað tíminn var fljótur að líða. Við skemmtum okkur konunglega við að gera stuttmynd og svo fengum við líka þennan fína kennara í fræðilega hlutann. Góðar útskýringar á verkefnum annarinnar og frábærir kennarar og skemmtilegur félagskapur stóð uppúr eftir þessa fyrstu lotu. En eitt var leiðinlegt en það var hvað…

27. apríl – síðasti dagur fyrir lokastaðlotu

Jæja, þá er komið að því, staðlota á morgun og lokafrágangur bókarinnar. Finnst enn eins og ég eigi margt eftir að gera. Finnst ég kunna lítið en stundum mikið. Hvað á ég að segja í lokaorðum á baksíðu eða er ég búin að segja allt sem ég þarf að segja. Er þetta nógu gott hjá mér. Ótrúleg vinna. Hugurinn við bókina 24/7 síðustu daga. Úff, hvað það verður gaman að…

17. apríl – lokaverkefni annarinnar

Hæ, ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa hérna inni, en ástæðan er sú að það fer ansi mikill tími í að vinna lokaverkefnið og lítill tími gefst í annað. En núna er ég að sjá fyrir endan á verkefninu og hlakka ekkert smá til að sýna afraksturinn. Bókin mín er um Bolvíska blótið. Það er heimildir um bolvíska blótið, hvaða nefndir eru á hverju ári, hvaða atriði…

09. febrúar 2016

Vá, hvað tíminn er fljótur að líða. Ég er ekki dugleg að skrifa svona pósta, enda nóg að gera. Þessi önn sem við erum núna á er ótrúlega skemmtileg og áhugaverð. Núna var ég að skila af mér fjórða verkefninu í fræðilegahlutanum og einnig er ég búin að skila af  mér nokkrum verkefnum í verklega hlutanum. Við erum búin að gera portret myndir, logó og nafnspjöld og næsta verkefni er…

26. nóvember 2015

Vá, hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst stutt síðan við vorum í lotu í RVK í nóv og svo er að koma des og síðasta lotan að byrja… En það er búið að vera gaman í þessum áföngum… Teikna, kvikmyndun, munsturgerð og að ógleymdum fræðilega hlutanum sem hefur bara verið skemmtilegur… Að skoða allt í kjölin… FRÁBÆRT…

25. október – litafræðiverkefni 2IF

Góðan daginn Í dag eigum við að skila frá okkur verkefni 2IF  í litafræði hjá Ingibjörgu. Það er búið að vera skemmtilegt að fást við litina og formin og spreyta sig á að vinna verkefnið í Illustrator og í verklegu heima. Ég er alveg sannfærð um það að þeim mun oftar sem ég geri verkefnin þá verði ég betri og betri í Illustrator, en ef ég er ekki að æfa…

17. október – litafræði

Það var ótrúlega gaman í síðustu staðlotu. Við vorum í litafræði hjá Ingibjörgu og Kristveigu og við vorum að gera litahringinn. Síðan áttum við að gera myndir og finna heita og kalda liti, frávik og litaraðir og fl. mjög skemmtilegt Heimavinnu áttum við svo að gera nokkrar myndir og  nota til þess blöð sem við myndum lita eða klippa út úr blöðum.

02. október – illustrator verkefni

Ég var að prófa að búa til pattern í illustrator í dag. Eftir samræðurnar á fimmtudag og ábendingar frá Kristveigu kennaranum okkar horfði ég á myndbandið og gerði verkefni um leið. Setti það svo inn á síðuna mína.