Bókin – lokaverkefni

 

Jæja, núna er ég búin að vera að gera bók sem heitir Bolvíska blótið. Bókin er komin í 68 bls, og á ábyggilega eftir að stækka. Textann í bókina fæ ég úr fundargerðarbók blótsins og myndir frá nokkrum “ljósmyndurum” sem eru svo væn að leyfa mér að njóta með sér og þegar bókin er komin út fleirum líka.

þetta er búið að vera strembið en lærdómsríkur tími og nú þegar skilin fara að nálgast þá er mér farið að hlakka til að sýna afraksturinn.

 

 

 

 

Á þessari önn eigum við að gera bók frá A – Ö

Ákaflega spennandi verkefni, hérna er mín hugmynd af þeirri bók sem ég ætla að skrifa.

Greinagerð um innihald bókarinnar

Nafn á verkinu: Bolvíska blótið

Efni: Þorrablót, hjóna og sambúðaraðila í Bolungarvík í 70 ár tilurð og framkvæmd

Markhópur: Alla Bolvíkinga nær og fjær

Lýsing á innihaldi.

Mig langar til að segja frá upphafi/tilurð þess að farið var að bjóða til þorrablóts í Bolungarvík. Segja frá þeim konum sem tekið hafa þátt í að skemmta, hvernig fyrirkomuleg skemmtunnar er og þeim hefðum sem skapast hafa í tengslum við blótið. Setja inn einhvern texta frá hverjum tíma o.fl

Ég mun hafa til stuðnings þær bækur sem ritað hefur verið í af hverri nefnd og leita eftir að fá texta og myndir frá heimamönnum. Sérstaklega texta um bæjarbrag hvers árs ef hægt er.

Kaflar í bókinni yrðu eftirfarandi:

  • Upphaf
  • Fyrsti áratugurinn
    • 1944-1954
  • Annar áratugurinn
    • 1955-1964
  • Þriðji áratugurinn
    • 1965-1974
  • Fjórði áratugurinn
    • 1975-1984
  • Fimmti áratugurinn
    • 1985-1994
  • Sjötti áratugurinn
    • 1995-2004
  • Sjöundi áratugurinn
    • 2005-2014
  • Áttundi áratugurinn
    • 2015-2017
  • Lokaorð

Myndir og texti. Myndir frá mér og öðrum, Texti frá mér og öðrum.

Annað sem á við um ykkar verk.

Þetta yrði nokkurskonar heimildarverk um bolvíska þorrablótssiði

Kv .Auður Hanna Ragnarsdóttir