Árið 2023
Senn er árið 2023 á enda runnið. Ég hef lítið verið að vinna í þessari síðu en kannski fer að hægjast um hjá mér og ég get farið að snúa mér aftur að því að vinna í þessari síðu.
Jæja, þá eru öll verkefni komin inn til kennara til námsmats og 14 dagar í útskrift. Hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera með húfu eða ekki, er svona beggja blands með það. Á ég að kaupa mér eða fá lánaða það er spurningin í dag. Það hefur ekki komið fram hvaða litur á húfunni er í dreifnámsdeildinni en það hlýtur að koma. Hlakka til…
Jæja, þá eru það síðustu verkefnaskil í þessu námi mínu við Borgarholtsskóla. Við áttum að gera Stiklu/kitlu sem vísar í heimasíðuna okkar. Ég held að mér hafi tekist bærilega upp, ég lærði mikið í AE og PR bara gaman hjá mér. Takk fyrir mig Borgarholtsskóli og þið dásamlegu kennarar allir sem einn.
Frábært! Síðasti dagur skólans runninn upp. Heimasíðan tilbúin og fer í loftið í dag kl: 15:00 undir nafninu 415.is Til hamingju björgunarsveitarfólk í Bolungarvík með heimasíðuna Landsbjörg í Bolungarvík Til hamingju með afmælið Slysavarnadeildin Hjálp!
Vá! Það er farið að síga á seinni hlutann á náminu, það er alveg að verða búið. Heimasíða Landsbjargar í Bolungarvík er að líta dagsins ljós og ég ætla einnig að útbúa mína eigin undir merkjum audurhannar.is svona í framtíðinni. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli, strembið en fljótt að líða. Í fræðilega hlutanum erum við að skoða McLuhan og hans skrif. En nú þarf maður að halda…
Góðan daginn Þá er það vefsíðugerðin á þessari lokaönn. Af hverju þessi vefsíða er stóra spurningin sem við þurfum að svara núna. Ég er búin að gera litla heimasíðu í dreamwever sem var bara skemmtilegt og fræðilegi hlutinn verður bara meira spennandi. Þar erum við að skoða samskiptamiðla og tilgang þeirra á líf okkar, til hvers erum við að nota þessa miðla. Ja, ég bara veit það ekki. Til að…
Góða kvöldið Nú er ég að vinna í verkefni í AE eða after effect forritinu frá adobe, þetta er svaka skemmtilegt forrit sem gefur marga möguleika. Samspil á milli forritana Illustrator, Photoshop og After effect er mjög forvitnilegt og það verður spennandi að skoða útkomuna á verkefninu mínu…
Já, þá er komin febrúar. Hvern hefði grunað það að tíminn væri svona fljótur að líða. Við erum ný búin að vera í staðlotu og það fer að líða að næstu. Það er búið að vera skemmtilegt að vinna þessi verkefni sem lögð eru fyrir okkur á þessari önn. Að vísu var ég ekki alveg að “fatta” verkefnin í fræðilega hlutanum út frá gefinni innihaldslýsingu á áfanganum en ég held…
Góðan daginn Þá er 01. febrúar kominn og styttist í seinni endann á náminu. Við erum í forritun á heimasíðum í gegnum Dreamwever sem er mjög skemmtilegt og fróðlegt. Núna þarf maður að fara að huga að því hvað maður ætlar að gera í sínu lokaverkefni. Það verður smá hausverkur að finna út úr því en það kemur á endanum. Ætti ég að gera eitthvað nytsamlegt, eða skemmtilegt, eða bæði……
Jæja, þá er síðasta önnin byrjuð og ég búin að fara í fyrstu lotuna. Þetta lofar góðu, mjög áhugaverð verkefni framundan. Fræðilegi þátturinn lofar líka góðu. En fyrst þarf ég að klára þorrablót hjóna og sambúðarfólks í Bolungarvík, ég er nefnilega í nefndinni. Svo get ég tekið til við námið af fullum krafti. Elska þetta…