Frétt – Undirbúningur

Í þessu verkefni eigum við að gera frétt úr okkar nærumhverfi og skrifa hana.

Frétt
Fréttin mín er um Grunnskóla Bolungarvíkur og þau etwinning verkefni sem kennarar og nemendur hafa tekið þátt í og mörg fengið verðlaun . Frá árinu ?? hefur Grunnskólinn tekið þátt í Erasmus+, Cominius og eTwinning verkefnum. Bæði sem skóli og einnig hafa einstakir kennarar verið duglegir að taka þátt í svona einstaklingsverkefnum.

Viðmælendur: Halldór Dagný Sveinbjörnsdóttir, Elín Þóra Stefánsdóttir eTwinning fulltrúi á Vestfjörðum og Zofia Marciniak. Halldóra Dagný er núna að taka á móti styrk fyrir næsta verkefni skólans sem heitir… en Elín Þóra og Zofia fara til Reykjavíkur 28. sept að taka við viðurkenningum fyrir sín verkefni. Verk eftir Zofiu fékk einnig sérstaka viðurkenningu á síðasta ári sem besta verkefni í Evrópu.
Efnistök:
Myndir frá viðtölum við viðmælendur og verk sem nemendur hafa gert ásamt innslagi úr skólastarfinu.

Fréttamaður:
Grunnskóli Bolugnarvíkur hefur tekið þátt í fjölda Evrópskra verkefna í Cominius, Erasmus+ og eTwinnig í gegnum árin. Flest verkefnin hafa unnið til verðlauna og langar okkur til að grennslast fyrir um það. Við ætlum nú að tala við nokkra kennara við skólan og fræðast meira um þessi mál.

Spurningar Halldóra Dagný:
1. hvenær hóf skólinn að taka þátt í samevrópskum verkefnum?
2. Hversu mörgum verkefnum hefur skólinn tekið þátt í á þessum tíma
3. Hafa verkefnin unnið til verðlauna?
4. Hvaða gildi telur þú að þetta hafi fyrir skólann og nemendurna?

Spurningar til Elínar Þóru:
1. Hverju hefur etwinning verkefnin sem þú hefur tekið þátt í skilað þér sem kennara?
2. Af hverju eiga kennarar að taka þátt í eTwinning verkefni?
3. Hverju skilar það til nemenda?
4. Þú varst á dögunum að taka við viðurkenningu/verðlaunum fyrir verkefni, getur þú sagt okkur frá því?

Spurningar til Zofiu:
1. Getur þú sagt okkur svolítið frá verkefninu þínu „Art connect us“ og til hvaða verðlauna það vann?
2. Þú hefur líka verið að gera önnur verkefni og varst á dögunum að taka við viðurkenningu/veðlaunum fyrir eitt verkefnið, getur þú sagt okkur frá því?

Þetta er allavega byrjunin og kannski tínist eitthvað meira til í vinnslunni, ég á líka eftir að fá þær til að taka þátt í þessu með mér.

Þegar á hólminn var komið þá notaði ég bara viðtalið við Halldóru Dagný ásamt myndefni sem samstarfsfólk mitt, Elín Þóra, Zofia ásamt mér höfðum hjálpast að við að gera í gegnum árin.
Fréttin er þessi:

https://vimeo.com/187536446/settings