Gunnar Theodór Eggertsson

Gunnar Theodór kennir okkur allt um fræði kvikmiðlunar á þessari önn.

Í hverri viku leggur hann fyrir okkur áhugavert verkefni og stýrir hópumræðum.

Fyrsta verkefni vetrarins er 1-2 blaðsíðna hugleiðing af rituðum texta um atriði úr kvikmynd út frá því sem við ræddum í fyrstu staðbundnu lotu og í fyrsta umræðutíma. Þið veljið atriði – má vera stutt, má vera langt – og greinið ekki bara hvaða merkingu þið finnið, heldur hvernig sú merking kemur fram í gegnum áhorfið. Með öðrum orðum ætlið þið að skoða “mise-en-scène”, eða sviðsetninguna (allt sem skapar rammann, allt sem púslar saman hinni kvikmyndrænu (cinematic) upplifun) og skrifa fyrst og fremst sem áhorfendur að rýna í verkið, þ.e. hvernig atriðið hefur áhrif á ykkur, hvað þið fáið út úr því, og hvernig sú upplifun verður til í samspili ólíkra þátta.

Þannig má skoða atriði á borð við:

Sviðsmynd, umhverfi, leikmunir, búningar, lýsing, leikur, hreyfing, uppstilling í ramma, uppbygging í ramma, litir, hliðstæður (juxtaposition), klipping, tími, sjónarhorn, fjarlægð, nánd, fókus, flæði, hraði/tempó, samspil hljóðs og myndar, tónlistar og myndar, hreyfing myndavélarinnar, og svo framvegis.

Myndbrotið má gjarnan fylgja með verkefninu, en ef það finnst ekki auðveldlega er í lagi að sleppa því og styðjast við stillur til að útskýra (gott er að nota forritið VLC til að taka stillur af DVD eða úr vídeóskjölum). Skil eru fyrir lok næsta þriðjudags. Svo kemur nýtt verkefni inn á miðvikudagsmorgni, sem við ræðum í næsta umræðutíma.

Munið að umræðurnar frá því í gær eru enn aðgengilegar inni á múðlunni og þar má finna nokkra góða punkta varðandi verkefnið.

Annað verkefni vetrarins eru:

Upp úr efninu sem Gunnar setti inn fyrir umræðutímann um klippingu, vill hann að við skoðum eitt af frægustu atriðum kvikmyndasögunnar um klippingu og ræðið það stuttlega, m.a. út frá þeim punktum og hugleiðingum sem komu fram í efninu frá honum og því sem kom fram í umræðutímanum.

Hér að neðan má finna ágætan lista yfir nokkrar frægustu klippingar úr kvikmyndasögunni. Við eigum að velja okkur eitt atriði af þessum tíu og útskýra í stuttu máli (einni blaðsíðu eða svo) 1) hvað okur finnst áhrifaríkt við atriðið og 2) hvernig klippingin kemur þeim áhrifum til skila.