Hafdís er með eitt verkefni
Video Art
Í þessu verkefni öðlast nemendur þekkingu og færni í að:
- þeim möguleikum sem bjóðast við sýningu, innsetningu og miðlun.
- beita mismunandi birtingarleiðum í kvikmiðlun af öryggi og sýna áræðni við val á viðeigandi leið
- fylgja eigin sannfæringu, sýna frumkvæði og skapandi nálgun við útfærslu verka sinna.
Hugmynd og umfang
Hér er það hugmyndin sem skiptir máli og hvernig hún skilar sé sem videoverk.
Lengd á verki er ykkar val (ca. 1-3 mín). Athugið að verkið getur líka „loopað” spilað í hring.
Myndataka
Þið ráðið hvort þið takið upp í einni töku eða klippið saman upptölkur. Það má einnig nota kyrrmyndir sem eru settar á tímalínu. Þið ráðið lengd á verkefni.
Verkefnaskil:
Gerið nýja skilasíðu: Video Art
Segið frá hugmyndinni og setjið verkið inn á síðuna.
Sendið slóðina hér inn á Moodle.
Námsmat:
Við mat á verkefni er fyrst og fremst horft á hugmynd og hvernig þið komið henni til skila til áhorfandans.
Miðað við verkefnalýsingu er verkefnið afar áhugavert og hlakka ég til að takast á við það.