Já, sæll…
Þetta verkefni er ótrúlega skemmtilegt. Okkur var skipt í tvo hópa sem fjórir einstaklingar voru í. Fyrirmælin voru að við áttum að gera stuttmynd um tvo einstaklinga þar sem annar var að reyna að fá hinn til að gera eitthvað sem hann vildi ekki.
Það má segja að við vorum frekar hugmyndasnauð til að byrja með, en svo komu þær í röðum. Við ákváðum að gera plan A og plan B. Plan B var um kennara sem fór í ranga stofu en plan A var um tvo einstaklinga á salerninu, þar sem annar reyndi að fá hinn til að kíkja yfir. Þegar “handritið” var komið þurftum við að ákveða tökustaði og staðsetningu myndavélar. Umhverfið var að sjálfsögðu fyrir framan og inná einu salerni skólans.
Sjón er söguríkari…
Pokemonveidar from audur ragnarsdottir on Vimeo.