Já, þá er komið að því að láta ljós sitt skína í munsturgerð. Illustrator= símunstur.
Verkefnalýsingin er svona:
Í þessu verkefni vinnum við út frá formfræðinni og búum til símunstur. Þið veljið myndir úr formfræðinni eða búið til nýjar og notið sem mundureiningu sem þið gerið munstur – símunstur með. Útbúið skjal í A4 stærð – með 16 blaðsíðum, fremst er forsíðan ykkar með nafninu ykkar.
1. Gerið 6 munstur út frá frumformunum og línunum í svart hvítur.
2. Veljið 6 bestu munstrin og gerið í lit, ath að hafa bakgrunninn líka í lit.
3. Gerið 3 munstur frjálst.
Ath að hafa alltaf A4 stærð á blaðsíðunum og að munstrin fylli út allt blaðið.
Vistið sem pdf og skilið inn. Setjið svo munstrið inn sem jpg á síðuna ykkar.
Bara skemmtilegt…