Portret 24. janúar 2016

Myndefnið mitt er aðallega litlar stelpuskottur sem eru vinkonur dótturdóttur minnar og koma oft í heimsókn en líka ömmuskottan mín hún Alma Katrín, hún var alveg til í að sitja fyrir á nokkrum myndum fyrir ömmu sína.

Umhverfið er “bara” heima í stofu þar sem þær leika sér oft, við að dansa og syngja og segja sögur. Einhvern veginn finnst mér að portret myndir séu af andlitum fólks þar sem lítið sést í bakgrunninn, eða hann skiptir ekki eins miklu máli.

Þar sem við þurfum að velja 8 myndir setti ég númer við þær sem ég valdi í þessari syrpu.

Ég fékk “skotturnar” til að segja mér sögur fyrir framan myndavélina og þær voru alveg til í það. Við ákváðum að þær færu í búninga “því það er svo gaman að segja sögur í búningum”.portrait 5

Ég ákvað að láta þær snúa sér að glugganum og hafa ljós yfir þeim, myndavél á þrífót, þurfti lítið að vinna í birtunni,

þessar stúlkur eru jafngamlar og mjög góðar vinkonur og leika sér oft saman og finnst mjög gaman að láta taka myndir af sér.

portrait 4

Hérna snýr stúlkan að mér og gluggi á hægri hliðinni, myndavél á þrífót, hafði stillinguna þannig að það kom flass, þurfti lítið að eiga við birtustillinguna.

  1. Þetta er hún Hanna Björg og þegar maður er að segja frá er maður stundum feimin en allar prinsessur eru í “fallegum kjólum”…

portrait 1

Hérna er sama stilling á stúlkunni, myndavél á þrífót, vildi ná góðri nærmynd þar sem hún var að segja mér frá svona dreymandi á svip, þurfti lítið að eiga við birtustillingu

2. Hanna Björg vildi segja frá bangsanum sínum sem er kúrubangsi…

portrait 2

Stúlkan snýr hægri hlið að glugganum, hérna vildi ég líka ná góðri andlitsmynd, finnst að augun segi mikið, þurfti lítið að eiga við birtustillingu, finnst skuggin sem myndast fyrir aftan hana gefa djúpan bakgrunn.

3. Alma Katrín vildi vera prinsessa sem getur flogið…

portrait 3

Mér finnst skemmtilegt hvernig orðið “Dreams”kemur skemmtilega fram í bakgrunninum, þurfti lítið að eiga við birtustillinguna, dreymandi svipur á andliti fyrirsætunnar gefur myndinni skemmtilegan svip.

4. “af því að sumar prinsessur fljúga”

aks72vefur

ég var lítið að velta fyrir mér bakgrunninum í þessari mynd, vildi fanga svipbrigði fyrirsætunnar, þurfti lítið að eiga við birtustillinguna.

5. Alma Katrín “ömmugull” að hlusta á hinar…

 

portrait6

Í verkefninu vildi ég reyna að fanga svipbrigði fyrirsætunnar, finnst það hafa tekist vel á þessari mynd, það fer lítið fyrir bakgrunninum enda sat hún í svörtum stól, myndavélin var á þrífót, flass á myndavélinni og þurfti lítið að eiga við birtustillingunni.

6. Valgerður Karen vissi ekki alveg hvað hún átti að segja, en…

IMG_5343 copy

hérna tók ég myndina á móti glugganum, flass á vélinni, þurfti lítið að eiga við birtustillinguna, myndavél á þrífót, óborganlegur svipur á fyrirsætunum…

“sko, prinsessur eru fallegar og góðar og… “…

vkavefur72

enn reyni ég að fanga skemmtileg svipbrigði fyrirsætunnar þar sem hún situr við gluggan og lætur hugan reika í sögugerð, myndavél á þrífót, þurfti lítið að breyta birtustillingum.

7. svo gleymdist myndavélin…

almautivefur

Hérna fórum við út til að taka mynd í rigningu, skemmtum okkur vel, hélt á myndavélinni, var með flass, farið að rökkva, þurfti lítið að breyta birtustillingunni. Bakgrunnurinn er ein hliðinn á húsinu okkar sem er ómálað og nú var búið að rigna smá… myndar skemmtilega umgjörð um myndefnið.

8. Þessi mynd er tekin úti og það var rigning og smá rok “það er ekki hægt að segja sögu úti amma, flýttu þér, mér er kalt”

Skemmtilegt að taka svona myndir, notaði þrífót við allar myndirnar nema þá neðstu sem var tekin úti.