Um mig


7016626

 

Ég heiti Auður Hanna, fædd 1962 og er kennari við Grunnskólann í Bolungarvík. Ég er gift Reyni Ragnarssyni og eigum við þrjú börn (23-25-33) og sjö barnabörn.

Foreldrar: Rósa Björg Sveinsdóttir(1943-2007) og Ragnar Ingi Haraldsson (1936) búsett í Grundarfirði (frá 1969).

Systkini: Jóna Björk (1959) búsett í Grundarfirði, Ásgeir (1964) búsettur í Grundarfirði og Sveinn Ingi (1977) búsettur í Mosfellsbæ

Fór í kennaranám við HA 2004-2008 og hef kennt við Grunnskóla Bolungarvíkur frá haustinu 2007

Í vetur kenni ég upplýsinga- og tæknimennt í 1. – 7. bekk og þrjár valgreinar á unglingastigi, FabLab, forritun og myndvinnslu.

Ég hef unnið ýmislegt í gegnum árin t.d. í verslun Kaupfélags Grundarfjarðar, hjá Soffaníasi Cecilssyni við rækju og saltfiskverkun, G.Run í Grundarfirði bæði sem fiskvinnslukona og sem verkstjóri, Íshúsi Bolungarvíkur í fiskvinnslu, hóf eigin veitingahúsarekstur 1988, árið 1994 fluttum við reksturinn um set og við bættist  gisting og veitingaþjónusta ásamt því að reka Félagsheimili Bolungarvíkur um þriggja ára skeið, hætti veitinga og gistihúsarekstri 2002 og fór að starfa við fiskvinnsluna Vík, fór í HA í fjarnám og menntaði mig til kennara og hóf minn kennsluferil í Grunnskóla Bolungarvíkur haustið 2007.

Námskeið sem ég hef sótt eru t.d. skrifstofunám, skartgripasmíði (silfurleir), tölugerð, Alice forritun (Skema), HAM (hugræn atferlismeðferð), inngangur að Python I og II og  Víravirki I svo eitthvað sé nefnt.

Ég hef verið að leika mér í gegnum árin við að gera heimasíðu fyrir mig um ýmislegt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í ýmsum forritum t.d. bloggspot.is,  weebly.com og wix.com.

Fjölskyldan að leik í sumar, fórum að Gásum í sölumennsku, heimsóttum Grundarfjörð og Neskaupstað að ógleymdum höfuðstað norðurlands Akureyri.

IMG_1891IMG_2300 IMG_2340 IMG_2528 IMG_2310 IMG_2363  IMG_2532IMG_2126hjónin

Áhugamál: söngur,  ýmis handverk og allt sem snýst að upplýsinga- og tæknimennt.

Ljósmyndir:

IMG_2646   IMG_2666   IMG_2669  P1120958  IMG_2658   P1020312  P1020345   P1010321  P1020317  P1000043

Listir, ég hef gaman af því að prófa ýmislegt tengt listum s.s. spreyja myndir, mála, prjóna o.s. frv.

spraymynd
spraymynd

Acrylic myndir (ekki alveg í bestu myndgæðum)

162748_1664690990954_796742_n 162892_1664690190934_2316878_n 162981_1664688510892_6092077_n 163915_1664689910927_7476038_n 165318_1664689270911_85627_n 166798_1664690510942_4633660_n 167340_1664689670921_7817731_n 167939_1664688310887_5489296_n

Kortagerð

36005_1417591733627_7353706_n 36005_1417591773628_8015402_n

Munir úr silfurleir

Picture 016 Picture 031 Picture 017 Picture 028

Tálgun

P1000955 P1000953 P1000956

Prjónaskapur

P1020189  peysa emilia peysur 167445_1664691750973_5289870_n