Ég heiti Auður Hanna, fædd 1962 og er kennari við Grunnskólann í Bolungarvík. Ég er gift Reyni Ragnarssyni og eigum við þrjú börn (23-25-33) og sjö barnabörn.
Foreldrar: Rósa Björg Sveinsdóttir(1943-2007) og Ragnar Ingi Haraldsson (1936) búsett í Grundarfirði (frá 1969).
Systkini: Jóna Björk (1959) búsett í Grundarfirði, Ásgeir (1964) búsettur í Grundarfirði og Sveinn Ingi (1977) búsettur í Mosfellsbæ
Fór í kennaranám við HA 2004-2008 og hef kennt við Grunnskóla Bolungarvíkur frá haustinu 2007
Í vetur kenni ég upplýsinga- og tæknimennt í 1. – 7. bekk og þrjár valgreinar á unglingastigi, FabLab, forritun og myndvinnslu.
Ég hef unnið ýmislegt í gegnum árin t.d. í verslun Kaupfélags Grundarfjarðar, hjá Soffaníasi Cecilssyni við rækju og saltfiskverkun, G.Run í Grundarfirði bæði sem fiskvinnslukona og sem verkstjóri, Íshúsi Bolungarvíkur í fiskvinnslu, hóf eigin veitingahúsarekstur 1988, árið 1994 fluttum við reksturinn um set og við bættist gisting og veitingaþjónusta ásamt því að reka Félagsheimili Bolungarvíkur um þriggja ára skeið, hætti veitinga og gistihúsarekstri 2002 og fór að starfa við fiskvinnsluna Vík, fór í HA í fjarnám og menntaði mig til kennara og hóf minn kennsluferil í Grunnskóla Bolungarvíkur haustið 2007.
Námskeið sem ég hef sótt eru t.d. skrifstofunám, skartgripasmíði (silfurleir), tölugerð, Alice forritun (Skema), HAM (hugræn atferlismeðferð), inngangur að Python I og II og Víravirki I svo eitthvað sé nefnt.
Ég hef verið að leika mér í gegnum árin við að gera heimasíðu fyrir mig um ýmislegt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í ýmsum forritum t.d. bloggspot.is, weebly.com og wix.com.
Fjölskyldan að leik í sumar, fórum að Gásum í sölumennsku, heimsóttum Grundarfjörð og Neskaupstað að ógleymdum höfuðstað norðurlands Akureyri.
Áhugamál: söngur, ýmis handverk og allt sem snýst að upplýsinga- og tæknimennt.
Ljósmyndir:
Listir, ég hef gaman af því að prófa ýmislegt tengt listum s.s. spreyja myndir, mála, prjóna o.s. frv.

Acrylic myndir (ekki alveg í bestu myndgæðum)
Kortagerð
Munir úr silfurleir
Tálgun
Prjónaskapur