Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni.
Mín hugmynd er að taka nokkrar mínútumyndir í Ósvör þar sem brimið leikur sér við fjöruborðið og setja þau saman til að segja frá þeim erfiðleikum sem forfeður okkar bjuggu við fyrr á öldum í verbúðum. Sýna bátinn og húsakostinn og lendinguna. Blanda kannski saman ljósmyndum og kvikmyndum svo úr verði lítil saga og búa kannski til tónverk við myndina.
Þetta er allavega fyrsta hugmynd sem ég ætla að vinna út frá, sjáum svo til hvernig mér tekst til. Ég er búin að finna mitt listaverk og vinna í því.
Listaverkið mitt heitir
UMHVERFIÐ MITT
Auður Hanna Ragnarsdóttir
Umhverfið mitt(hafið og fjallið)
My neighborhood (the ocean and the mountain)
2016
Myndböndin eru tekin upp á Cannon EOS700D og unnin í Adobe premiere forritinu.
Myndböndin eru í minni eigu og tekin af mér.
EFNI:
Umhverfið mitt er Bolungarvík. Hafið og fjallið Traðarhyrna sem gnæfir yfir byggðina. Einnig er ein elsta verstöð landsins staðsett í Bolungarvik sem heitir Ósvör. Eins og gefur að skilja spilar hafið stóran þátt í umhverfinu og oft er hann úfinn en hann er líka ljúfur sem lamb og þegar sólin sest á kvöldin eru margir sem sitja við vitan og fylgjast með sólarlaginu. Veðrið er líka eitt af náttúruöflunum og krafturinn í hafinu speglast í myndunum. Það er ekki mikill vindur úti en öldurnar eru gríðarlega stórar á köflum og sýna þá ógn sem getur stafað af þeim. Frá örófi alda hefur maðurinn tekist á við náttúruna og öflin sem liggja í veðri og vindum. Mikilfengleiki sjávarins speglast í þessum myndum. Ég hef alla tíð hrifist af sjónum og því sjónarspili sem hann gefur í hinum ýmsu veðrum og veðurlagi.
Sjólag, til eru margar útgáfur af sjólagi eins og t.d. ládautt, gráð, kaldi, brim, dálítill sjór og gjúga. Gjúga er báran sem kemur í topp og að sögn mannsins míns (Reynis Ragnarssonar) var oft talað um gjúgu í sjólagi á Hornströndum.
Hljóðið með myndinni er upprunalegt brimhljóð sem tekið var upp um leið og myndböndin.
Skilaverkefnið:
Hugmyndina fékk ég þegar ég tók upp mínútumyndbandið hjá Hákoni. Ég hef alltaf heillast af umhverfinu og hafinu í Bolungarvíkinni og vildi reyna að koma því til skila. Ég ákvað að setja upp verkið þannig að það væri eins og ég væri í fjörunni og horfði í kringum mig og sæi hina ýmsu hliðar Bolungarvíkur sem seiðir mann til sín.
Mbk.Auður Ragnarsdóttir
Hérna eru fyrstu verkin sem ég gerði í leit minni að Umhverfinu